Skvettu blóði yfir söfnuðinn

Jólahald í heiðni var stór þáttur í lífi fólks sem skiptist í fórnarathöfn og svo mikil veisluhöld sem gátu staðið yfir í þrjá daga. Sumir siðir sem voru í hávegum hafðir þá hafa lifað í einhverju formi en aðfarirnar í tengslum við blóðfórnir heiðinna manna ættu varla upp á pallborðið nú til dags. 

Þessa dagana er hægt að fræðast um jólahald heiðinna manna hér á landi á Landnámssýningunni Reykjavík 871±2 í Aðalstræti. Jón Páll Björnsson, sagnfræðingur, ræddi við mbl.is um nokkra siði í tengslum við jól í heiðni. Jólabjórinn, áramótaheit og nafnið jól eru dæmi um siði sem enn lifa á meðal landsmanna en ólíklegt verður að teljast að blóðfórnirnar nái vinsældum að nýju. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert