Stanslausar veiðar í Kolgrafafirði

Veitt í Kolgrafafirði.
Veitt í Kolgrafafirði. Styrmir Kári

„Það er örugglega mikið um að vera þótt maður viti ekki alveg hvað síldin er að gera,“ segir Guðrún Lilja Arnórsdóttir, bóndi á Eiði, um ástandið í Kolgrafafirði. Hún segir mikið fuglalíf í firðinum, mikið um útsel og haferni. „En það hafa engar mælingar farið fram síðastliðna viku.“

Guðrún Lilja segir að ekkert sé af dauðri síld í fjörunni enda hafi verið vindur að undanförnu sem eykur súrefnismettun. Hins vegar séu alltaf bátar að veiða, sjö til átta bátar á hverjum degi, og er veitt allan sólarhringinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert