Háhraðalest fari í jarðgöng

TGV-háhraðalest Úr innanrými fyrstu háhraðalestarinnar milli Frakklands og Spánar. Hún …
TGV-háhraðalest Úr innanrými fyrstu háhraðalestarinnar milli Frakklands og Spánar. Hún var vígð í vikunni. mbl.is/afp

Nokkur einkafyrirtæki og sveitarfélög vinna nú í sameiningu að hagkvæmnisathugun á háhraðalest frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur.

Fyrsta áfanga, eða frumkönnun, verkefnisins er lokið og hefur fyrirtækið Ráðgjöf og verkefnastjórnun, undir forystu Runólfs Ágústssonar, forgöngu um 2. áfanga athugunarinnar. Lýkur honum með birtingu skýrslu um verkefnið í lok janúar.

Að sögn Runólfs áttu Reitir fasteignafélag frumkvæðið að málinu. „Við skiluðum þeim frumskýrslu í lok október. Niðurstöðurnar voru það jákvæðar að menn ákváðu að skoða þetta frekar, að fá fleiri að málinu. Þetta mál er núna drifið áfram af fjórum fyrirtækjum: Reitum, fyrirtækjasviði Landsbankans, Eflu og Ístaki, ásamt Reykjavíkurborg og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco – Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar,“ segir Runólfur meðal annars í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert