Las upp sparnaðartillögur SUS

Jón Þór Ólafsson í pontu.
Jón Þór Ólafsson í pontu. Skjáskot af althingi.is

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, notaði drjúgan tíma í umræðu um fjárlög í kvöld í að lesa upp úr tillögum Sambands ungra sjálfstæðismanna um sparnað í ríkisrekstri.

„Það sem er í gangi núna er það sem kallast málþóf. Það er til að skapa þennan grundvöll fyrir samninga sem formennirnir eru að reyna að ná um þinglokin fyrir jólin,“ sagði Jón Þór.

Tillögurnar voru gefnar út í haust í sérstakri skýrslu sem er 21 blaðsíða. Jón Þór hóf lesturinn upp skýrslunni um kl. 21 og var kl. 21:30 kominn á blaðsíðu 10.

Áður en ræðutíma hans lauk lét hann þess geta að hann myndi væntanlega ljúka að lesa upp úr tillögunum í næstu ræðu sinni. Hann bætti svo við: „Við skulum sjá hvernig þeim gengur að semja um þetta“ og átti þá væntanlega við hvernig forystumönnum flokkanna gengi að semja um afgreiðslu þingmála fyrir jól.

Í kvöld hafa fyrst og fremst stjórnarandstæðingar tekið þátt í umræðum um fjárlög, bæði í ræðum og andsvörum. Á dagskrá eru 36 mál og en enn er verið að ræða mál númer 2, fjárlög. Alls óvíst er hvenær þeirri umræðu lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert