Hugsanlega lokað fyrir rútur

mbl.is/Kristinn

Til umræðu hefur komið í hverfisráði miðborgarinnar að loka nokkrum götum fyrir stórum hópferðabílum, sem eru meira en 8 metrar á lengd, en nokkur óþægindi hafa hlotist af akstri þeirra um Þingholtin og miðbæinn.

Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, kom á síðasta fund ráðsins og ræddi þar um akstur stórra hópbifreiða og kynnti hugmyndir um takmarkanir á akstri þeirra um miðborgina.

Ólafur segir að þessar hugmyndir hafi verið í gerjun í nokkurn tíma. „Það er þannig að stærstu rúturnar komast hreinlega ekki um sumar götur miðborgarinnar, þannig að við viljum hafa það á hreinu hvar megi aka þeim,“ segir Ólafur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert