Hækkuðu laun forstjóra Íbúðalánasjóðs

Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.

Kjararáð hefur samþykkt að hækka laun Sigurðar Erlingssonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs. Launahækkunin er afturvirk frá 5. júlí í á síðasta ári, en þá tóku gildi ný lög um Íbúðalánasjóð.

Sigurður fór fram á að laun hans yrðu endurskoðuð með vísan til þess að ný lög hefðu verið sett um Íbúðalánasjóð, en samkvæmt þeim væru gerðar meiri kröfur til forstjóra en áður.

Laun forstjóra Íbúðalánasjóðs eru tvíþætt, annars vegar föst mánaðarlaun og hins vegar einingar, en með þeim er greitt fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt úrskurðinum sem kveðinn var upp á síðasta ári voru einingarnar 46 og miðuðust við launaflokki 502-126. Með nýja úrskurðinum verða einingarnar 43, en miðast við launaflokki 502-132.

Með nýja úrskurðinum verða laun forstjóra Íbúðalánasjóðs samtals 1.171.466 krónur á mánuði. Hækkunin til hans nú nemur 53.398 krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert