„Þetta er bara partur af kryddinu“

Árni Johnsen færði alþingismönnum svolítið fjörefni úr gullkistu hafsins fyrir …
Árni Johnsen færði alþingismönnum svolítið fjörefni úr gullkistu hafsins fyrir jólin. Jón Gunnarsson kunni vel að meta gjöfina. mbl.is/RAX

Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, kom færandi hendi á Alþingi í gær. Hann færði alþingismönnum marineraða síld, en mörg undanfarin ár hefur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gefið honum síld sem þeir vinna í takmörkuðum mæli.

Árni sagði að Binni í Vinnslustöðinni (Sigurgeir B. Kristgeirsson) legði áherslu á að þeir gæfu Árna síldina, hann réði svo hvað hann gerði við hana, hvort hann gæfi hana og þá hverjum. Árni sendi alþingismönnum kveðju með tilkynningu um að jólasíldin væri komin frá Vestmannaeyjum. Þeir gætu sótt sér dós á tiltekinn stað.

„Ég ákvað að hressa upp á mannskapinn í þinginu og hef mætt mörg undanfarin ár með síld fyrir jólin,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag. „Þetta er eðalsíld úr gullkistu Íslands.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert