Þriggja ára drengur vann mál gegn ríkinu

Reykdal Máni Magnússon ásamt föður sínum, Magnúsi Ninna Reykdalssyni.
Reykdal Máni Magnússon ásamt föður sínum, Magnúsi Ninna Reykdalssyni. sunnlenska.is/Mynd úr einkasafni

Reykdal Máni Magnússon, þriggja ára drengur á Selfossi, vann í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska ríkinu, en hann krafðist þess að úrskurði mannanafnanefndar sem hafði hafnað beiðni hans um að bera eiginnafnið Reykdal, yrði hrundið.

Mannanafnanefnd taldi að eiginnafnið Reykdal bryti í bága við íslenskt málkerfi, en viðurkenndi þó að margir hefðu borið nafnið í gegnum tíðina – til dæmis afi Reykdals Mána, Reykdal Magnússon á Selfossi.

Foreldrar Reykdals Mána, Magnús Ninni Reykdalsson og Sóley Hulda Hólmarsdóttir, höfðuðu málið fyrir hönd sonar síns.

Sagt er frá málinu í Sunnlenska í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert