Samþykkt að veita ríkisborgararétt

Alþingi hefur samþykkt frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu 24 einstaklingum ríkisborgararétt. 51 þingmaður samþykkti frumvarpið að lokinni þriðju umræðu, og gengur frumvarpið nú til ríkisstjórnarinnar sem lög.

Þá samþykkti þingið beiðni 12 þingmanna allra flokka, fyrir utan þingmenn VG, um að fjármálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um allar ákvarðanir sem opinberir aðilar, þ.m.t. stofnanir ríkisins og dómstólar, hafa tekið varðandi Dróma hf. með vísan í heimildir til slíkra ákvarðana. Það var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna.

Þá lauk annarri umræðu laga um frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um um breytingu á lögum um tekjuskatt. Það var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu og gengur til þriðju umræðu.

Þá lauk annarri umræðu um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðaráherra um um breytingu á lögum um matvæli. Það var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu og gengur nú til þriðju umræðu.

Þá var samþykkt að lokinni þriðju umræðu frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um tekjuskatt (afleiðuviðskipti, vatnsveitur og fráveitur, arðsúthlutun til eigenda félaga, millilandasamruni, milliverðlagning, sérstakur fjársýsluskattur, eindagi). Hefur frumvarpið verið afgreitt sem lög frá Alþingi, en 44 þingmenn samþykktu frumvarpið.

Stutt hlé var gert á umræðum í sal Alþingis að loknum atkvæðagreiðslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert