Ferja fólk á brynvörðum bílum

Björgunarsveitin Kári býr yfir brynvörðum bíl sem verður notaður til …
Björgunarsveitin Kári býr yfir brynvörðum bíl sem verður notaður til að ferja fólkið mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgunarsveitirnar Kári í Öræfum og Kyndill á Kirkjubæjarklaustri hafa verið kallaðar út til aðstoðar ferðafólki er lenti í vandræðum við Sandfell á leið sinni frá Jökulsárlóni. Fólkið var á ferð í þremur rútum og brotnuðu rúður í þeim öllum við mikið sandfok á Skeiðarársandi.

Björgunarsveitin Kári býr yfir brynvörðum bíl sem verður notaður til að ferja fólkið á Núpsstaði þar sem Björgunarsveitin Kyndill tekur við því og kemur á Kirkjubæjarklaustur.

Ekkert ferðaveður er nú á Skeiðarársandi og fólki ráðlagt frá því að aka þá leið.

Í tilkynningu frá lögreglu á Kirkjubæjarklaustri er fólk eindregið varað við því að vera á ferð um Skeiðarársand, frá Lómagnúp að Freysnesi.  Mikið hvassviðri er á þessum slóðum.

„Þetta á reyndar við víðar, þ.e. ófærð og ekki ráðlegt að vera á ferð.  Það má hvetja fólk til að benda erlendum ferðamönnum sem eru á ferðinni á bílaleigubílum að víða er ófært og ráðlegt að koma sér á gististaði og halda þar kyrru fyrir,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert