Styttu af Chinmoy hafnað

Teikning af því hvernig styttan hefði litið út undir Esjunni. …
Teikning af því hvernig styttan hefði litið út undir Esjunni. Hún átti að vera rúmir 13 m. á hæð.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur hafnað málaleitan Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar um að reisa 13,35 metra háa styttu af honum við Esjuna. Forsvarsmenn miðstöðvarinnar eru hins vegar ekki af baki dottnir.

„Við fengum svar frá Reykjavíkurborg um að styttan félli ekki að deiliskipulagi. Við erum rétt að byrja að þreifa fyrir okkur með það hvort annar staður henti betur,“ segir Guðný Jónsdóttir hjá Sri Chinmoy-miðstöðinni.

Styttan af Chinmoy átti sem áður segir að vera 13,35 metra há, svo og 9,36 metra breið en það var listamaðurinn Kaivalya Torpy sem hafði áhuga á að gera hana. Átti verkið að verða tileinkað friði og rísa í landi Mógilsár í Kollafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert