Erfiðir sjúkraflutningar yfir Fjarðarheiði

Það er ófært víða um land.
Það er ófært víða um land. Theódór K. Þórðarson
<span><span>Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði vinnur nú hörðum höndum af því að koma sjúklingi á Egilsstaði, þaðan sem fljúga á með hann til Reykjavíkur, en Fjarðarheiðin er kolófær.</span></span>

Snjóbíll sveitarinnar og snjóbíllinn af skíðasvæði Seyðfirðinga eru notaðir til að grófmoka leiðina og er svo áætlað að nota breyttan jeppa björgunarsveitarinnar til að aka sjúklingnum yfir.

Verkið gengur þó hægt en Vegagerðin er að gera sitt til að flýta fyrir og kemur Egilsstaðamegin frá með snjóblásara og plóg, að sögn Landsbjargar.

Ástand mannsins er ekki talið alvarlegt en hann þarf þó að komast undir læknishendur.

Þá urðu margir innlyksa á Egilsstöðum í gær. Opna þurfti gistiheimili fyrir ferðamenn og aðra sem lentu í vandræðum vegna óveðursins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert