Leituðu 7 ára stúlku sem ekki skilaði sér

Björgunarsveit í útkalli.
Björgunarsveit í útkalli. mbl.is/Landsbjörg

Björgunarsveitir frá Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík voru kallaðar út um klukkan 16.30 til að leita að sjö ára stúlku sem hafði ekki skilað sér heim frá því um morguninn. Snjókoma var á svæðinu og farið að dimma svo mikil áhersla var lögð á að finna stúlkuna sem fyrst. Um hálftíma eftir að sveitirnar voru kallaðar út skilaði stúlkan sér og voru björgunarsveitir þá afturkallaðar.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa sinnt átta útköllum frá því um miðnætti í gær. Ökumenn fastra bíla voru aðstoðaðir í Fagradal, við Flúðir, í Námaskarði, í Víðidal austan Jöklu, og einn festi sig í sandi við grjótvarnargarðinn sunnan Víkur. Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði aðstoðaði svo RARIK við að athuga ástand raflína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert