Dreifing rafmagns hækkar um 2%

RARIK ætlar að hækka gjaldskrá vegna dreifingar á rafmagni í …
RARIK ætlar að hækka gjaldskrá vegna dreifingar á rafmagni í dreifbýli um 4,5%. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Gjaldskrá RARIK vegna dreifingar á rafmagni hækkum að meðaltali um 2% um áramótin. Orkuveita Reykjavíkur ætlar sömuleiðis að hækka gjaldskrá vegna dreifingar á rafmagni um 2%.

Gjaldskrá vatns- og fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 3,3% um áramót. Gjaldskrá hitaveitunnar hækkar um 0,8% og dreifing á rafmagni hækkar um 2%.

Hjá RARIK hækkar dreifing á rafmagni í dreifbýli hækkar um 4,5%, en dreifing á rafmagni í þéttbýli verður óbreytt.

Ekki liggur ákvörðun fyrir um hvort gjaldskrá Landsvirkjunar hækkar um áramót.

Í tengslum við gerð kjarasamninga þrýsti ASÍ fast á stjórnvöld um að hætta við hækkanir á gjaldskrám á nýju ári. Ríkisstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu skömmu áður en samningarnir voru undirritaðir, en þar segir: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því  að fyrirtæki í ríkiseigu, þ.m.t. orkufyrirtæki, gæti ýtrasta aðhalds við gjaldskrárbreytingar á komandi ári.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert