38 Íslendingar eru 100 ára eða eldri

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Nú í árslok 2013 eru 38 Íslendingar á lífi, sem eru hundrað ára eða eldri, 31 kona og 7 karlar, samkvæmt upplýsingum af Facebook-síðu Jónasar Ragnarssonar um langlífi.

Í ársbyrjun voru 42 einstaklingar, 100 ára eða eldri á lífi. Þá hafa 22 orðið hundrað ára á árinu sem nú er að líða, en 26 hafa látist úr hópnum í heild.

Guðríður Guðbrandsdóttir í Reykjavík er elsti núlifandi Íslendingurinn, 107 ára gömul síðan í maí. Næstelst er Guðrún Jónsdóttir í Hafnarfirði, einnig 107 ára, og þar á eftir er Guðný Ásbjörnsdóttir í Reykjavík, 106 ára gömul. Georg Ólafsson í Stykkishólmi er elstur karla, 104 ára síðan í mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert