Ríkisráðsfundi lokið á Bessastöðum

Ríkisráðið fundaði á Bessastöðum í morgun.
Ríkisráðið fundaði á Bessastöðum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í morgun með ráðherrum ríkisstjórnarinnar á ríkisráðsfundi sem fram fór á Bessastöðum.

Á fundinum, sem nú er lokið, voru m.a. endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Á morgun nýársdag mun fara fram orðuveiting á Bessastöðum og síðar um daginn verður móttaka þar fyrir ráðherra, þingmenn, sendiherra, ræðismenn, forystumenn ríkisstofnana og embættismenn, forystumenn félagasamtaka, stéttarsamtaka og atvinnulífs og aðra gesti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert