Stöðva veiðar í Kolgrafafirði

Kolgrafafjörður
Kolgrafafjörður mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið mun frá og með deginum í dag ekki úthluta fleiri leyfum til til síldveiða í Kolgrafafirði. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðuneytisins. Þann 22. nóvember síðastliðinn voru síldveiðar smábáta heimilaðar í Kolgrafafirði tímabundið en rökin fyrir ákvörðuninni voru fyrst og fremst þau að veiðarnar gætu bjargað verðmætum en þá voru umtalsverðar líkur taldar á því að ákveðinn hluti síldar innan brúar væri dauðvona, samanber reynslu síðastliðins vetrar. 

Hafrannsóknarstofnun telur nú að hvorki súrefnisstaða né magn síldar innan brúar í Kolgrafafirði kalli á sérstakar aðgerðir. Stofnunin mun eftir sem áður fylgjast náðið með súrefnismettun í firðinum og mun auk þess fara til síldarmælinga í janúar 2014, þannig að ný gögn um stofnstærð og dreifingu síldar liggi þá fyrir. Jafnframt er síldin komin í vetrardvala og allt óþarfa skark í stofninum veldur því að síldin þarf sífellt að eyða meiri orku en ella sem getur haft áhrif á möguleika hennar að lifa af veturinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert