Uppsagnir áhafna hjá Þorbirni hf.

Hrafn Sveinbjarnarson
Hrafn Sveinbjarnarson Mynd/Þorgeir Baldursson

Þorbjörn hf. í Grindavík vinnur nú að endurskipulagningu útgerðar frystitogara sinna. Einn þeirra, Hrafn Sveinbjarnarson, verður lengdur og honum breytt og útgerð annars verður hætt.

Þetta kemur fram á vefsíðu kvotans.is

Vegna breytinganna hefur áhöfnum skipanna verið kynnt nýtt skipulag útgerðar þeirra. Endurskipulagningin leiðir til uppsagna áhafna og endurráðningar, vegna breyttrar útgerðar. Um 150 manns eru í áhöfnunum.

Flestir verða endurráðnir og verða tvær áhafnir á hvoru skipi eftir að breytingarnar hafa gengið yfir. Þá hefur fyrirtækið verið að auka vinnslu í landi verulega en hún hefur nær tvöfaldast á fjórum árum.

Nú gerir Þorbjörn út þrjá frystitogara, Hrafn Sveinbjarnarson, Hrafn og Gnúp og fjóra línubáta,  Ágúst, Sturlu, Tómas Þorvaldsson og Valdimar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert