Athugasemdum í engu svarað

Hvammsvirkjun er ein þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Hvammsvirkjun er ein þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár. mbl.is/RAX

Verkefnisstjórn svaraði í engu athugasemdum sem gerðar voru í formlegu umsagnarferli um tillögu um breytingar á núverandi rammaáætlun. Þetta fyrra umsagnarferli virðist hafa verið til málamynda, til að fullnægja formsatriðum.

Verkefnisstjórn um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða lagði fram tillögu sína um virkjanir í neðri hluta Þjórsár rétt fyrir jól og gefst hagsmunaaðilum og öðrum tækifæri til að gera athugasemdir til 19. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Í tillögunni er Hvammsvirkjun færð úr biðflokki í orkunýtingarflokk, eins og í drögunum sem kynnt voru í byrjun desember. Hvammsvirkjun er efst þriggja virkjanakosta í neðri hluta Þjórsár. Hinar virkjanirnar eru áfram hafðar í biðflokki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert