Handmoka kirkjutröppurnar

Kirkjutröppurnar hafa lengst af verið hitaðar upp, en nú verður …
Kirkjutröppurnar hafa lengst af verið hitaðar upp, en nú verður breyting á því. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hætta að hita upp kirkjutröppurnar og sjá starfsmenn bæjarins um að handmoka tröppurnar, þegar þess gerist þörf.

Þetta kemur fram í frétt í Vikudegi. Vatnið í lagnakerfinu undir tröppunum er hitað upp með rafmagni. Samkvæmt upplýsingum Vikudags var nýverið skipt um búnað sem mælir vatnsnotkunina og kom þá í ljós að sá gamli sýndi of litla vatnsnotkun við upphitunina. Eftir að nýr búnaður var settur upp hækkaði kostnaðurinn við að hita upp vatnið í kerfinu um milljónir króna. Því hafi verið ákveðið að handmoka tröppurnar og spara þannig fjármuni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert