Stangast á við svar síðasta haust

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Klárlega er verndarflokkur rammaáætlunar einskis virði í augum umhverfisráðherrans,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vegna frétta af þeirri ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra, að mörk friðlandsins í Þjórsárverum verði dregin í kringum lónið sem þýði að hægt verði að ráðast í gerð Norðlingaölduveitu.

Katrín segir á Facebook-síðu sinni í kvöld að sú ákvörðun stangist á við svar Sigurðar Inga á Alþingi í haust við fyrirspurn hennar um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Þar hafi komið fram að friðlýsing virkjanakostsins ætti að verða hluti af því stóra svæði sem til stæði að friðlýsa á miðhálendinu.

Frétt mbl.is: Mörk friðlandsins í kringum lónið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert