Ný Norðlingaölduveita

Ráðherra hefur lagt til breytingu á mörkum stækkaðs friðlands.
Ráðherra hefur lagt til breytingu á mörkum stækkaðs friðlands. mbl.is/Brynjar Gauti

Landsvirkjun hefur lagt fram nýja útfærslu að Norðlingaölduveitu hjá Orkustofnun. Hægt var að skila tillögum að virkjanakostum vegna 3. áfanga Rammaáætlunar til 1. desember sl. og var breytt útfærsla Norðlingaölduveitu þar á meðal, að sögn Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra.

Fern náttúruverndarsamtök hafa ritað Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfisráðherra og mótmælt tillögu að breytingu á suðurmörkum fyrirhugaðrar stækkunar friðlands í Þjórsárverum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Samtökin segja að verði farið að þeirri tillögu sem nú hefur verið send sveitarstjórnum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps muni einstök fossaröð Kjálkaversfoss, Dynks og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá eyðileggjast. Þá verði víðerni svæðisins vestan Þjórsár spillt. Það brjóti í bága við yfirlýsta stefnu um víðerni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert