Bónus lækkar verð á matvöru

Matvöruverslunin Bónus mun á morgun, föstudag, lækka verð á um 600 vörum.  Þetta eru vörur sem Bónus flytur inn beint frá erlendum birgjum. Bónus mun nýta það svigrúm sem styrking íslensku krónunnar undanfarið gefur til verðlækkunar og treystir á að íslenska krónan veikist ekki á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bónus.

Verðlækkunin er allt að 5%, þó mismunandi eftir vörum og vöruflokkum, en að jafnaði á milli 2% og 3%.

Þau vörumerki sem um ræðir eru:
- Euroshopper,
- Lífrænu Sollu vörurnar (Himneskt)
- Heima (heimilisvörur)  
- Semper barnamatur
- Santa Maria (tex-mex vörur)
- Nicky wc pappír og eldhúsrúllur
- Blå Band sósur og súpur
- Pasta Zara pastavörur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert