Íslendingar rangt stilltir

Íslenskir unglingar fara seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í …
Íslenskir unglingar fara seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í Evrópu samkvæmt alþjóðlegri rannsókn. mbl.is/Jim Smart

Ef klukkan á Íslandi yrði færð aftur um klukkutíma gæti það haft veruleg áhrif á heilsu þjóðarinnar. Sólarupprás yrði þá klukkutíma fyrr en nú og Íslendingar nytu morgunbirtu á fótaferðartíma mun fleiri vetrardaga.

Það gæti haft þau áhrif að fólk sofnaði fyrr á kvöldin og ætti auðveldara með að vakna á morgnana, það hefði jákvæð áhrif á svefnvenjur og lunderni, heilsan myndi batna og virkni þjóðarinnar aukast, félagsleg virkni gæti aukist, heilsuspillandi áhrif stutts svefns myndu minnka, t.d. ofát og sykursýki, námsárangur gæti batnað, hætta á offitu, þunglyndi og tóbaks- og áfengisneyslu gæti minnkað og svokölluð klukkuþreyta minnkað.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hins íslenska svefnrannsóknafélags um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar sem er nú til umfjöllunar hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Félagið styður eindregið meginmarkið tillögunnar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert