Hamlet í kústaskáp

Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Þórður

„Vilji einhver leika Hamlet hér inni gerir hann það,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, og horfir inn í kústaskáp í leikhúsinu.

Guðmundur ætlar að fylla hvert einasta hólf hússins af spriklandi sköpun. Bræða saman listgreinar og eiga í samtali við þjóðfélagið sem við búum í. Í hans huga eru leikhús með sviði og sætum ágæt til síns brúks en fjarri því eina leiðin til að fremja leiklist. Raunar forðast hann að nota orðið „leiklist“, talar þess í stað um „hinar lifandi listir“. Þar á hann við leiklist, myndlist, tónlist, ritlist. Hvaðeina. Og ekki bara listir. Hann vill fá fólk úr öllum mögulegum greinum inn í húsið, kraftlyftingamenn, járnsmiði, pípara og jafnvel blaðamenn. Sköpunin þekkir engin takmörk.

Reykjavíkurborg hefur um skeið haft áhuga á starfseminni og sýndi í vikunni viljann í verki þegar undirritaður var samstarfssamningur til þriggja ára sem tryggir Tjarnarbíói tíu milljónir króna í rekstrarfé á ári. Nokkuð sem Guðmundur segir skipta sköpum fyrir starfsemina. Í samningnum er gert ráð fyrir því að Tjarnarbíó þjónusti fjóra til sex leikhópa á ári. Guðmundur mun velja verkefnin ásamt þriggja manna stjórn Tjarnarbíós. Hefur þar jafnt vægi á við hina.

Rætt er við Guðmund Inga í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert