Baltasar: „Ekki eyðileggja RIFF“

Leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

Leikstjórinn Baltasar Kormákur er afar ósáttur við þá ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta beinum stuðningi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF).

„Mér finnst þetta skammarleg aðför að þessari hátíð, sem hefur ekki gert neitt annað en að breiða út fagnaðarerindið fyrir Reykjavíkurborg,“ segir Baltasar, sem á sæti í stjórn RIFF, í samtali við mbl.is.

Líkt og mbl.is hefur greint frá, fór menningar- og ferðamálaráð borgarinnar að tillögu Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) um að styrkja ekki RIFF á næsta ári. Lagði BÍL til að hátíðin Heimili kvikmyndanna skyldi fá átta milljónir á næsta ári.

„Ég vil að Besti flokkurinn sýni í verki að hann sé öðruvísi en aðrir pólitískir flokkar og viðurkenni að hann hafi gert mistök og bakki út úr þessu; þeir bæti í og geri vel við hátíðina,“ segir Baltasar og bætir við að hann vilji einnig sjá ríkið styðja við bakið á RIFF.

10 ára uppbyggingarstarf

Að baki RIFF liggi 10 ára uppbyggingarstarf sem nú sé verið að kasta á glæ. „Þeim [borgaryfirvöldum] hefði verið nær að leggja meira í hátíðina og gera þetta betur. Allar borgir með sjálfsvirðingu eru með góða kvikmyndahátíð -  sérstaklega höfuðborgir,“ segir Baltasar.

Hann bendir á að uppbyggingarstarfið hafi kostað mikla vinnu og tíma sem hafi skilað árangri, en hann bendir á að leikstjórar og listamenn á borð við Quentin Tarantino, Susan Bier, Costa-Gavras og Milos Forman hafi verið gestir RIFF.

Þá segir Baltasar að Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, hafi fengið Helgu Stephenson, sem er ein af stofnendum kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, til ráðgjafar í tengslum við RIFF auk annarra sérfræðinga.

„Svo eru allt í einu einhverjir krakkar í Bíó Paradís sem eru betur liðin, og þá er sagt að umsóknin þeirra hafi verið betur unnin. Þetta er svo fáránlegt. Þú ert með tíu ára sögu og þú tekur ekki ákvörðun um kvikmyndahátíð eins og um einhvern atburð sé að ræða sem sé metinn út frá listrænu gildi eða hversu áhugaverð umsóknin er. Í umsókninni liggur 10 ára saga.“ 

Ekki upplýst hvers vegna umsókn RIFF var hafnað

Baltasar segir borgaryfirvöld skýla sér á bak við álit BÍL, en hann segir að það hafi aldrei verið greint nánar frá því hvað þar komi fram.

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði, að ráðið hefði eingöngu farið eftir tillögum faghóps Bandalags íslenskra listamanna um styrkveitingar til menningarmála fyrir næsta ár en hann skipa Gunnar Hrafnsson, Ólöf Nordal, Randver Þorláksson, Magnea J. Matthíasdóttir og Valdís Óskarsdóttir.

Gunnar Hrafnsson sagði í sömu frétt að faglegar forsendur hefðu legið að baki úthlutuninni en hann vildi ekki tjá sig sérstaklega um það af hverju umsókn RIFF var hafnað. 

„Pólitískt sull“

Að sögn Baltasars hafa borgaryfirvöld verið með ýmiskonar dylgjur gagnvart Hrönn, t.d. um samstarfsörðugleika af því að hún vilji ekki semja við Bíó Paradís. „Það að blanda saman rekstri á kvikmyndahúsi og kvikmyndahátíð er alls ekki heppileg samsetning,“ segir hann.

„Þetta lítur allt út fyrir að vera einhverjar átyllur og afsakanir fyrir einhverju pólitísku sulli sem þeir [borgaryfirvöld] eru að standa fyrir.“

Aðspurður kveðst hann ósáttur við þau svör sem hann hafi fengið eftir samtöl við borgaryfirvöld í tengslum við málið. Svörin séu mjög loðin og persónuleg. Hann segir að Hrönn hafi brugðist við öllum athugasemdum sem hafa borist, m.a. um að styrkja stjórn RIFF, en Baltasar tók nýverið sæti í stjórninni.

Menn eiga að ræða málin og bæta samstarfið

„Ég hef staðið með Hrönn í gegnum þetta í 10 ár. Mér finnst þetta vera ómerkileg aðför að henni og hennar starfi,“ segir Baltasar. 

„Þó að þetta sé eitthvað sem þeir [Reykjavíkurborg] eru ekki hundrað prósent sáttir við, ekki eyðileggja þetta. Menn eiga miklu frekar að setjast niður og ræða málin og bæta samstarfið,“ segir hann að lokum.

Frá setningu RIFF árið 2012.
Frá setningu RIFF árið 2012. mbl.is/Golli
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. mbl.is/Kristinn
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Gerðu ýtrustu kröfur

05:30 Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, bjóst við að þrautavaralán sem fyrirhugað var að veita Kaupþingi í byrjun október 2008, að andvirði 500 milljónir evra, yrði ekki endurgreitt af bankanum. Fullyrðingar forsvarsmanna bankans um annað væru „ósannindi“ eða „óskhyggja“. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Smíðum lista í gömul hús
Smíðum lista yfir rör og því sem þarf að loka uppl í s 564 4666 eða 866 6101 sk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...