Baltasar: „Ekki eyðileggja RIFF“

Leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

Leikstjórinn Baltasar Kormákur er afar ósáttur við þá ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta beinum stuðningi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF).

„Mér finnst þetta skammarleg aðför að þessari hátíð, sem hefur ekki gert neitt annað en að breiða út fagnaðarerindið fyrir Reykjavíkurborg,“ segir Baltasar, sem á sæti í stjórn RIFF, í samtali við mbl.is.

Líkt og mbl.is hefur greint frá, fór menningar- og ferðamálaráð borgarinnar að tillögu Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) um að styrkja ekki RIFF á næsta ári. Lagði BÍL til að hátíðin Heimili kvikmyndanna skyldi fá átta milljónir á næsta ári.

„Ég vil að Besti flokkurinn sýni í verki að hann sé öðruvísi en aðrir pólitískir flokkar og viðurkenni að hann hafi gert mistök og bakki út úr þessu; þeir bæti í og geri vel við hátíðina,“ segir Baltasar og bætir við að hann vilji einnig sjá ríkið styðja við bakið á RIFF.

10 ára uppbyggingarstarf

Að baki RIFF liggi 10 ára uppbyggingarstarf sem nú sé verið að kasta á glæ. „Þeim [borgaryfirvöldum] hefði verið nær að leggja meira í hátíðina og gera þetta betur. Allar borgir með sjálfsvirðingu eru með góða kvikmyndahátíð -  sérstaklega höfuðborgir,“ segir Baltasar.

Hann bendir á að uppbyggingarstarfið hafi kostað mikla vinnu og tíma sem hafi skilað árangri, en hann bendir á að leikstjórar og listamenn á borð við Quentin Tarantino, Susan Bier, Costa-Gavras og Milos Forman hafi verið gestir RIFF.

Þá segir Baltasar að Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, hafi fengið Helgu Stephenson, sem er ein af stofnendum kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, til ráðgjafar í tengslum við RIFF auk annarra sérfræðinga.

„Svo eru allt í einu einhverjir krakkar í Bíó Paradís sem eru betur liðin, og þá er sagt að umsóknin þeirra hafi verið betur unnin. Þetta er svo fáránlegt. Þú ert með tíu ára sögu og þú tekur ekki ákvörðun um kvikmyndahátíð eins og um einhvern atburð sé að ræða sem sé metinn út frá listrænu gildi eða hversu áhugaverð umsóknin er. Í umsókninni liggur 10 ára saga.“ 

Ekki upplýst hvers vegna umsókn RIFF var hafnað

Baltasar segir borgaryfirvöld skýla sér á bak við álit BÍL, en hann segir að það hafi aldrei verið greint nánar frá því hvað þar komi fram.

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði, að ráðið hefði eingöngu farið eftir tillögum faghóps Bandalags íslenskra listamanna um styrkveitingar til menningarmála fyrir næsta ár en hann skipa Gunnar Hrafnsson, Ólöf Nordal, Randver Þorláksson, Magnea J. Matthíasdóttir og Valdís Óskarsdóttir.

Gunnar Hrafnsson sagði í sömu frétt að faglegar forsendur hefðu legið að baki úthlutuninni en hann vildi ekki tjá sig sérstaklega um það af hverju umsókn RIFF var hafnað. 

„Pólitískt sull“

Að sögn Baltasars hafa borgaryfirvöld verið með ýmiskonar dylgjur gagnvart Hrönn, t.d. um samstarfsörðugleika af því að hún vilji ekki semja við Bíó Paradís. „Það að blanda saman rekstri á kvikmyndahúsi og kvikmyndahátíð er alls ekki heppileg samsetning,“ segir hann.

„Þetta lítur allt út fyrir að vera einhverjar átyllur og afsakanir fyrir einhverju pólitísku sulli sem þeir [borgaryfirvöld] eru að standa fyrir.“

Aðspurður kveðst hann ósáttur við þau svör sem hann hafi fengið eftir samtöl við borgaryfirvöld í tengslum við málið. Svörin séu mjög loðin og persónuleg. Hann segir að Hrönn hafi brugðist við öllum athugasemdum sem hafa borist, m.a. um að styrkja stjórn RIFF, en Baltasar tók nýverið sæti í stjórninni.

Menn eiga að ræða málin og bæta samstarfið

„Ég hef staðið með Hrönn í gegnum þetta í 10 ár. Mér finnst þetta vera ómerkileg aðför að henni og hennar starfi,“ segir Baltasar. 

„Þó að þetta sé eitthvað sem þeir [Reykjavíkurborg] eru ekki hundrað prósent sáttir við, ekki eyðileggja þetta. Menn eiga miklu frekar að setjast niður og ræða málin og bæta samstarfið,“ segir hann að lokum.

Frá setningu RIFF árið 2012.
Frá setningu RIFF árið 2012. mbl.is/Golli
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. mbl.is/Kristinn
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og hyggst ganga til nýtt stjórnmálaafl fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...