Biðst afsökunar á ummælum sínum

Björn Bragi Arnarsson
Björn Bragi Arnarsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, og Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofu, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á ummælum sem Björn Bragi lét falla í hálfleik Íslands-Austurríkis á Evrópumótinu í handknattleik.

Ummælin sem um ræðir og Björn Bragi lét falla í hálfleik voru eftirfarandi: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum.“

Yfirlýsing RÚV

„Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofunnar, lét afar ósmekkleg ummæli falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í kvöld.

Björn Bragi hefur beðist afsökunar og af viðbrögðum hans og samtölum við hann er ljóst að sú afsökunarbeiðni er einlæg og hann gerir sér fulla grein fyrir alvarleika málsins.

Okkur þykir afar miður að þetta skuli hafa gerst og viljum við fyrir hönd íþróttadeildar RÚV biðjast afsökunar á þessu atviki.

Fyrir hönd íþróttadeildar RÚV,
Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV
Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofu,“ segir í yfirlýsingu sem RÚV sendi fjölmiðlum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert