Í sjálfheldu á Hlöðufelli

Björgunarsveitarmenn lögðu af stað í kvöld til að aðstoða manninn.
Björgunarsveitarmenn lögðu af stað í kvöld til að aðstoða manninn. mbl.is/Rósa Braga

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi auk vélsleðamanna af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um hálftíuleytið í kvöld. Maður sem var í göngu á Hlöðufell norðan Laugarvatns óskaði eftir aðstoð þar sem hann var í sjálfheldu auk þess að vera orðinn kaldur og örmagna.

Alls eru fjórir hópar björgunarmanna á leið á staðinn en þangað er þó góður spotti. Reiknað er með fyrstu hópum að manninum um eða upp úr ellefu ef allt gengur að óskum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert