Ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu

Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna.
Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég sé ekki ástæðu til þess," sagði Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í þætti Gísla Marteins Baldurssonar, Sunnudagsmorgni, þegar hún var spurð hvort efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

„Við sögðum að við myndum aldrei ganga í Evrópusambandið nema að undangenginni kosningu og við ætlum ekkert að ganga í Evrópusambandið. Þannig að það þarf enga kosningu“, sagði Sigrún í þættinum.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar, var einnig gestur í þættinum. Hann lýsti vonbrigðum sínum með afstöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert