Ummælin draga dilk á eftir sér

Björn Bragi Arnarsson.
Björn Bragi Arnarsson. mbl.is/Eva Björk

Ósæmileg ummæli sem Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofu á RÚV, lét falla í hálfleik í leik Íslands gegn Austurríki í gær, hafa ratað í erlenda fjölmiðla.

Fram kemur á þýska íþróttavefnum Sport1, undir yfirskriftinni „Nasistahneyksli á EM í handbolta“, að Handknattleikssamband Austurríkis fari nú yfir stöðu málsins og áskilji sér rétt til aðgerða.

Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, og Björn Bragi sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem beðist var afsökunar á ummælunum sem Björn Bragi lét falla í hálfleik.

Ummælin sem um ræðir og Björn Bragi lét falla í hálfleik voru eftirfarandi: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert