Flensan á eftir að fara á flug

Það eru fjölmargir sem láta bólusetja sig við flensu
Það eru fjölmargir sem láta bólusetja sig við flensu AFP

Inflúensa hefur farið heldur hægar af stað á fyrstu vikum ársins en á sama tímabili undanfarin ár. Þetta er svipuð þróun og í öðrum Evrópulöndum og sóttvarnalæknir segir hinn árlega flensufaraldur ekki skollinn á ennþá. „Hún er að stinga sér niður þessa dagana, flensan,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Hún er ekkert komin á flug ennþá, en það verður væntanlega á næstu dögum og vikum.“

Haraldur segir að sér sé ekki kunnugt um nein alvarleg flensutilvik hér á landi eða annars staðar í Evrópu eða að fólk hafi fengið sjúkdóma á borð við lungnabólgu upp úr flensunni, en hins vegar hafa komið um það fréttir frá Bandaríkjunum.

Þegar tafla landlæknis um fjölda inflúensulíkra einkenna er skoðuð sést að slík tilvik voru talsvert færri fyrstu daga ársins en árin á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert