Sættir að takast um leigu á Fossá

Útlit er fyrir að Veiðifélagið Hreggnasi ehf. haldi áfram sölu veiðileyfa í Fossá í Þjórsárdal. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps taldi samning sem gerður var á síðasta ári úr gildi fallinn vegna vanefnda leigutakans sem nú hefur gert upp að fullu við veiðiréttareigendur. Fulltrúar leigutaka og eigenda hafa verið að ræða saman um framhaldið.

Veiðifélagið Hreggnasi bauð sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Skógrækt ríksins, sem fara með veiðiréttinn, langbestu kjörin þegar veiðin var auglýst í fyrravetur. Samið var um að félagið greiddi samtals um 8,5 milljónir fyrir veiðiréttinn í fjögur ár en það er sex sinnum hærri upphæð en greidd hafði verið fyrir ána fjögur ár þar á undan.

Fossá er hliðará Þjórsár og er laxgeng upp að Hjálparfossi. Að auki er leyfilegt að veiða í Rauðá.

Fiskgengd á svæðinu er sífellt að aukast og fram kemur á vef Hreggnasa að teljari í fossinum Búða hafi sýnt 1.926 gengna fiska síðasta sumar. Það sé mesta fiskgengd á svæðinu sem um getur, og ljóst að lax og sjóbirtingur séu að nema land í miklum mæli í þessum ám. 170 laxar veiddust á tvær stangir í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert