Flóabandalagið felldi samninginn

mbl.is/Hjörtur

30 aðildarfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa nú skilað niðurstöðum kosninga um kjarasamning sambandsins sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í desember. 15 félög hafa fellt samninginn, 12 samþykkja hann og í þremur félögum hafa sumir hópar innan þeirra samþykkt og aðrir fellt.

Þetta kemur fram í yfirliti á heimasíðu ASÍ.

Meðal þeirra félaga sem hafa hafnað samningnum er Eining-Iðja á Akureyri, eitt stærsta aðildarfélag Starfsgreinasambandsins.

Talning stendur enn yfir hjá nokkrum aðildarfélögum ASÍ.

Uppfært 16:29: Flóabandalagið tilkynnti að samningurinn var felldur af félagsmönnum. 46,6% félagsmanna sögðu já, en 53,1% sögðu nei. Sigurður Bessason, formaður samninganefndar, hefur þegar sent ríkissáttasemjara bréf  með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert