Vill efla siðferðið í skattamálum

Ögmundur Jónasson, alþingismaður.
Ögmundur Jónasson, alþingismaður. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er tvennt sem þarf að gera að mínum dómi. Það þarf að efla skatteftirlit. reynslan sýnir að fjárfesting hjá Ríkisskattstjóra skilar sér í auknum tekjum fyrir ríkið. En síðan þarf að gera annað. Það þarf að efla siðferðið og skilning á þessum málum.“

Þetta sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag í sérstakri umræðu um skattaundanskot. Sagðist hann velta því fyrir sér hvort skólarnir þyrftu ekki að gegna ríkara hlutverki í þeim efnum og hugsanlega einnig fjölmiðlarnir.

„Ég horfi til sjónvarpsins og legg til að það verði skipt út eins og einum ofbeldisþætti á hverju kvöldi til að hafa þar fræðslu um samhengið á milli skatta og velferðar. Það sæi ekki högg á vatni, það væri nóg blóðbaðið þrátt fyrir það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert