VR samþykkti kjarasamninga

Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.

Kjarasamningar VR og atvinnurekenda, sem undirritaðir voru í desember síðastliðnum, voru samþykktir í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.

Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur með 55,26% atkvæða. Á kjörskrá voru 24.622 en atkvæði greiddu 3.353 eða 13,62%. Já sögðu 1.853 eða 55,26%, nei sögðu 1.422 eða 42,41% en 78 eða 2,33% tóku ekki afstöðu eða skiluðu auðu. 

Kjarasamningur VR og Félags atvinnurekenda var samþykktur með 59,09% atkvæða. Á kjörskrá voru 930 en atkvæði greiddu 176 eða 18,92%. Já sögðu 104 eða 59,09%, nei sögðu 68 eða 38,64% en 4 eða 2,27% tóku ekki afstöðu eða skiluðu auðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert