Háskólanemum býðst á ný að fá iPad á sérkjörum

Hamingjusamir áskrifendur Moggans sækja iPad tölvur.
Hamingjusamir áskrifendur Moggans sækja iPad tölvur. mbl.is/Styrmir Kári

„Við endurtökum nú það sem við gerðum fyrir tveimur árum og bjóðum háskólastúdentum iPad-tölvur með áskrift að Morgunblaðinu fyrir 2.990 krónur á mánuði, sem greiðast án vaxta á 30 mánuðum,“ sagði Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins.

Óskar rifjar upp að síðast þegar stúdentum var gert slíkt tilboð seldist allt upp á augabragði og ný sending sem fékkst nokkru síðar seldist líka upp. „Við höfum verið á vaktinni og beðið eftir nýjum tækjum og nú höfum við fengið nýjustu iPad-tölvuna, iPad Air, í takmörkuðu magni,“ sagði Óskar. „Ég geri ráð fyrir að það falli í frjóan jarðveg að verðið er óbreytt á þessum dögum þegar kröfur eru gerðar um að verð sé ekki hækkað. Samt er nýja tölvan fullkomnari.“

IPad Air er þannig 20% þynnri, 28% léttari og 80% hraðvirkari en fyrri gerðir iPad. Rafhlöður eru sagðar endast í tíu tíma. Þráðlaust net er líka hraðvirkara en í eldri gerðum. Nýja tölvan, iPad Air, leysir af hólmi fjórðu kynslóð, iPad 4.

Hefur alltaf selst upp

Háskólanemum stóð þetta fyrst til boða í maí 2012. Tilboðið var endurtekið í lok sama mánaðar og seldist tækið þá aftur upp. Almennum áskrifendum bauðst svo að fá iPad á sérkjörum í september 2012 og var magnið þá líka takmarkað. Sem fyrr er nú enginn lántökukostnaður og er takmarkað magn í boði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert