Óvissustigi vegna Skaftárhlaups aflétt

Skaftárjökull.
Skaftárjökull. mbl.is/RAX

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli hefur ákveðið að aflétta óvissustigi vegna hlaups í Skaftá.

Skaftárhlaup hófst á sunnudag, 19. janúar. Það náði hámarki á hádegi daginn eftir. 

Hlaupið kom úr vestari katlinum.

Veðurstofan segir að eystri ketillinn sé einnig fullur af vatni og er löngu kominn á tíma. Síðasta hlaup úr eystri katlinum var í júní 2010 og stöku sinnum hafa báðir katlarnir tæmst með nokkurra vikna millibili. Vatnssöfnun í Eystri-Skaftárkatlinum er nokkuð jöfn, því er langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum hefur mest orðið um 1.500 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert