Afhenda barnaspítalanum 110 milljónir króna

Barnaspítali Hringsins
Barnaspítali Hringsins mbl.is/Hjörtur

Kvenfélagið Hringurinn afhendir Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna að gjöf á morgun, á 110 ára afmæli kvenfélagsins.

Árið 2012 gáfu Hringskonur spítalanum 70 milljónir króna í tilefni af 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs Hringsins. – Þá sem nú eina milljón fyrir hvert ár.

Þennan dag, 26. janúar, á 99 ára afmælisdegi Kvenfélagsins Hringsins árið 2003, var Barnaspítali Hringsins vígður, að því er segir í tilkynningu.

Á 80 ára afmæli félagsins var því lýst yfir að óskadraumurinn væri nýr barnaspítali á Landspítalalóð  en Hringskonur höfðu átt frumkvæðið að því að barnadeild var fyrst stofnuð á Landspítalanum 1957. Byggingarsjóður nýs barnaspítala var stofnaður 1987 og þegar kom að framkvæmdum styrktu þær húsbygginguna með 150 milljóna króna gjöf auk 50 milljóna króna í búnað.

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið  hefur að  markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins þar með talin uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala BUGL. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt, segir enn fremur í tilkynningu.

Fjöldi stoltra kvenna kemur að bakstrinum fyrir jólabasar Hringsins sem …
Fjöldi stoltra kvenna kemur að bakstrinum fyrir jólabasar Hringsins sem er ein helsta fjáröflunarleið kvenfélagsins. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert