Gáfu 700.000 kr. upp í róbót

Þorbergur Bæringsson, Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir, Sesselja Pálsdóttir og Eiríkur Jónsson …
Þorbergur Bæringsson, Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir, Sesselja Pálsdóttir og Eiríkur Jónsson yfirlæknir með gjafabréfið til Landspítalans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Söfnun fyrir aðgerðaþjarka eða róbót, sem nýtist til margvíslegra skurðaðgerða en þó einkum við þvagfæraskurðlækningar og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna, hófst formlega í gær.

Þá mættu hjónin Sesselja Pálsdóttir og Þorbergur Bæringsson frá Stykkishólmi ásamt dótturinni Kristínu Jóhönnu og færðu Landspítalanum 700.000 krónur að gjöf í söfnunina. Til stendur að kaupa og taka tækið í notkun á Landspítalanum á næsta ári. Tækið kostar um 300 milljónir króna og hægt er að leggja málinu lið á netinu (islandsbanki.is/robot).

Þorbergur segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir nokkrum árum en hafi fengið meina sinna bót. Þegar byrjað hafi verið að ræða um að mikilvægt væri að Landspítalinn fengi róbót, sem auðveldaði meðal annars aðgerðir vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, hafi sér runnið blóðið til skyldunnar og þegar hann hafi átt sjötugsafmæli skömmu fyrir jól hafi hann látið þau boð út ganga að vildi fólk gefa eitthvað í tilefni tímamótanna vildi hann að féð rynni í söfnun fyrir róbótnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert