Telja enskukunnáttuna betri

Stungið er upp á auknu verkefnavali í enskukennslu.
Stungið er upp á auknu verkefnavali í enskukennslu. mbl.is/Árni Sæberg

„Enskukennsla er góð hér á landi en það þarf að koma inn með nýjar áherslur í kennslu til að mæta þeim kröfum sem háskólar og vinnumarkaðurinn gera um enskukunnáttu nemenda,“ segir Anna Jeeves, aðjunkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Hún rannsakaði í doktorsritgerð sinni hvernig viðhorf nemenda til enskunáms í skóla hefur áhrif á námshvata og gildi formlegs náms í málaumhverfi þar sem enskan er víða notuð fyrir utan skólastofuna.

Þar kemur m.a. fram að færni til að skilja ensku í bíómyndum og tölvuleikjum getur orðið til þess að sumir Íslendingar telji sig betri í ensku en efni standa til. Hún segir að þar sem enskan sé áberandi í umhverfinu og mikið notuð, álíti sumir skólanemendur margra ára enskunám óþarft.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert