Vilja efla samstarfið á vettvangi EES

Ingvild Næss Stub, aðstoðarevrópumálaráðherra Noregs, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Ingvild Næss Stub, aðstoðarevrópumálaráðherra Noregs, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með Ingvild Næss Stub, aðstoðarevrópumálaráðherra Noregs. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu rætt hafi verið um EES-samninginn á fundinum, framkvæmd hans og hagsmunagæslu innan EES-samstarfsins.

„Þau fóru yfir breytta stefnu Noregs í málefnum EES og þær aðgerðir sem ný norsk ríkisstjórn hefur gripið til í því skyni að efla þátttöku og hagsmunagæslu Noregs á vettvangi EES. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir breyttum áherslum nýrrar ríkistjórnar Íslands í Evrópumálum og lagði áherslu á mikilvægi EES-samningsins, sem er grunnurinn að samstarfi Íslands við Evrópusambandið,“ segir ennfremur.

Þá hafi ráðherrarnir verið sammála um mikilvægi þess að auka enn frekar samstarf Íslands og Noregs á vettvangi EES með það fyrir augum að efla hagsmunagæslu ríkjanna innan EES-samstarfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert