„Hef fengið nokkra uppreisn æru“

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Ragnar Axelsson

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir ágreiningi sínum og Háskóla Íslands lokið eftir samkomulag milli hans og Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Með samkomulaginu telji hann sig hafa fengið „nokkra uppreisn æru“.

Forsagan er sú að ráðning Jóns Baldvins sem stundakennara í Evrópufræðum við Háskóla Íslands var dregin til baka vegna mótmæla innan stjórnmálafræðideildar skólans. Voru mótmælin byggð á meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins. Hann hefur ítrekað neitað sök en beðið þá sem í hlut eiga afsökunar.

Jón Baldvin gagnrýndi ákvörðun háskólans harðlega í blaðagreinum og hafa lögmenn hans og rektors nú haft milligöngu um samkomulag sem felur meðal annars í sér að Háskóli Íslans greiðir honum 500 þúsund krónur fyrir áfallinn kostnað og töpuð laun, að fjárhæð 190 þúsund krónur.

Jón Baldvin álítur hluta greiðslunnar umfram áætlað fjárhagslegt tjón ígildi miskabóta en háskólinn fellst hins vegar ekki á bótaskyldu í málinu.

Málið úr sögunni

Mbl.is ræddi við Jón Baldvin símleiðis en hann dvelur nú í spænska bænum Salobrena.

- Hver eru þín viðbrögð við samkomulaginu?

„Ég er sáttur við þessi málalok.“

- Er málið þá úr sögunni af þinni hálfu?

„Já.“

Setti ekki fram kröfu í krónum og aurum

- Þarna er vikið að kostnaði. Rætt er um 500 þúsund krónur. Upp eru taldar miskabætur, greiðsla fyrir töpuð laun og áfallinn kostnað. Duga þessar 500 þúsund krónur fyrir þessum útgjöldum?

„Já, og gott betur.“

- Var krafa þín ef til vill hærri?

„Ég setti ekki fram kröfu í krónum og aurum. Ég setti fram þá kröfu í prinsippi að háskólinn viðurkenndi að hafa brotið á mér rétt og að ég ætti rétt á miskabótum. Háskólinn út af fyrir sig fellst ekki á það, ekki á bótaskyldu. En rök mín eru að með því að greiða umtalsvert umfram kennslulaun og áfallinn lögfræðikostnað að þá sé það de facto miskabætur.“

Hefur kennt við hátt í 20 háskóla

- Mundu sækjast eftir kennslu við Háskóla Íslands aftur?

„Nei. Satt að segja ekki. Ég er að byrja kennslu í Háskólanum í Tartu í Eistlandi eftir nokkrar vikur. Þar verð ég gestafræðimaður við rannsóknarstofnun sem fjallar um málefni Austur-Evrópu og Sovétríkjanna. Ég mun kenna þar.

Ég kenndi í fyrra við Háskólann í Vilnius í Litháen og ef ég fer rétt með held ég að ég hafi verið fyrirlesari og gestakennari við eitthvað um 15 háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu. Svo að mér er nú engin nauðsyn að halda til streitu óskum um að kenna við Háskóla Íslands, enda bað ég ekki um það. Ég fékk starfstilboð sem ég þáði.“

 „Bara gamall pólitíkus“ 

- Nú eru fleiri háskólar á Íslandi. Hefurðu hug á því að kenna við hina háskólana?

„Ég hef verið þar sem gestafyrirlesari. Við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Ég er ekki að sækjast eftir því að hefja akademískan feril, enda bara gamall pólitíkus.“

- Þannig að það kemur til greina að kenna við hina háskólana á Íslandi, ef eftir kröftum þínum verður leitað?

„Já, ég hef alltaf verið bóngóður um það ef til mín er leitað um eitthvað sem menn telja að sé þess virði að hafa fyrir því.“

Hefur „nokkra uppreisn æru“ 

- Nú var þetta erfitt mál fyrir þig. Hvernig líður þér við þessi málalok?

„Mér finnst ég hafa fengið nokkra uppreisn æru.“

 - Er eitthvað sem þú vilt segja um framgöngu tiltekinna einstaklinga innan umræddrar deildar innan Háskóla Íslands?

„Nei. Sem fæst orð.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...