„Hef fengið nokkra uppreisn æru“

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Ragnar Axelsson

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir ágreiningi sínum og Háskóla Íslands lokið eftir samkomulag milli hans og Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Með samkomulaginu telji hann sig hafa fengið „nokkra uppreisn æru“.

Forsagan er sú að ráðning Jóns Baldvins sem stundakennara í Evrópufræðum við Háskóla Íslands var dregin til baka vegna mótmæla innan stjórnmálafræðideildar skólans. Voru mótmælin byggð á meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins. Hann hefur ítrekað neitað sök en beðið þá sem í hlut eiga afsökunar.

Jón Baldvin gagnrýndi ákvörðun háskólans harðlega í blaðagreinum og hafa lögmenn hans og rektors nú haft milligöngu um samkomulag sem felur meðal annars í sér að Háskóli Íslans greiðir honum 500 þúsund krónur fyrir áfallinn kostnað og töpuð laun, að fjárhæð 190 þúsund krónur.

Jón Baldvin álítur hluta greiðslunnar umfram áætlað fjárhagslegt tjón ígildi miskabóta en háskólinn fellst hins vegar ekki á bótaskyldu í málinu.

Málið úr sögunni

Mbl.is ræddi við Jón Baldvin símleiðis en hann dvelur nú í spænska bænum Salobrena.

- Hver eru þín viðbrögð við samkomulaginu?

„Ég er sáttur við þessi málalok.“

- Er málið þá úr sögunni af þinni hálfu?

„Já.“

Setti ekki fram kröfu í krónum og aurum

- Þarna er vikið að kostnaði. Rætt er um 500 þúsund krónur. Upp eru taldar miskabætur, greiðsla fyrir töpuð laun og áfallinn kostnað. Duga þessar 500 þúsund krónur fyrir þessum útgjöldum?

„Já, og gott betur.“

- Var krafa þín ef til vill hærri?

„Ég setti ekki fram kröfu í krónum og aurum. Ég setti fram þá kröfu í prinsippi að háskólinn viðurkenndi að hafa brotið á mér rétt og að ég ætti rétt á miskabótum. Háskólinn út af fyrir sig fellst ekki á það, ekki á bótaskyldu. En rök mín eru að með því að greiða umtalsvert umfram kennslulaun og áfallinn lögfræðikostnað að þá sé það de facto miskabætur.“

Hefur kennt við hátt í 20 háskóla

- Mundu sækjast eftir kennslu við Háskóla Íslands aftur?

„Nei. Satt að segja ekki. Ég er að byrja kennslu í Háskólanum í Tartu í Eistlandi eftir nokkrar vikur. Þar verð ég gestafræðimaður við rannsóknarstofnun sem fjallar um málefni Austur-Evrópu og Sovétríkjanna. Ég mun kenna þar.

Ég kenndi í fyrra við Háskólann í Vilnius í Litháen og ef ég fer rétt með held ég að ég hafi verið fyrirlesari og gestakennari við eitthvað um 15 háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu. Svo að mér er nú engin nauðsyn að halda til streitu óskum um að kenna við Háskóla Íslands, enda bað ég ekki um það. Ég fékk starfstilboð sem ég þáði.“

 „Bara gamall pólitíkus“ 

- Nú eru fleiri háskólar á Íslandi. Hefurðu hug á því að kenna við hina háskólana?

„Ég hef verið þar sem gestafyrirlesari. Við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Ég er ekki að sækjast eftir því að hefja akademískan feril, enda bara gamall pólitíkus.“

- Þannig að það kemur til greina að kenna við hina háskólana á Íslandi, ef eftir kröftum þínum verður leitað?

„Já, ég hef alltaf verið bóngóður um það ef til mín er leitað um eitthvað sem menn telja að sé þess virði að hafa fyrir því.“

Hefur „nokkra uppreisn æru“ 

- Nú var þetta erfitt mál fyrir þig. Hvernig líður þér við þessi málalok?

„Mér finnst ég hafa fengið nokkra uppreisn æru.“

 - Er eitthvað sem þú vilt segja um framgöngu tiltekinna einstaklinga innan umræddrar deildar innan Háskóla Íslands?

„Nei. Sem fæst orð.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lugu til um pakkasendingu

12:30 Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu. Meira »

Maðurinn sem lést í vinnuslysi

12:12 Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Hann var 56 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira »

„Við viljum trúa á það að réttlætið sigri“

12:00 Búið er að áfrýja máli Áslaug­ar Ýrar Hjart­ar­dóttur, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því að fá end­ur­gjalds­lausa túlkaþjón­ustu sem hún þarf á að halda, til Hæstaréttar. Móðir Áslaugar segir Áslaugu hugsa málið í stærra samhengi en svo að það snúist um hana eingöngu. Meira »

Virði reglur um hvíldartíma

11:38 Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. Meira »

„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

11:37 „Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki. Meira »

Lögreglan kölluð út vegna deilna

11:23 Laust fyrir kl. 6 í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð vegna deilna milli sambúðarfólks í Hafnarfirði. Meira »

Vinnuslys í Mosfellsbæ

11:18 Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um vinnuslys við fyrirtæki í Mosfellsbæ.  Meira »

Maðurinn erlendur hælisleitandi

11:21 Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti. Meira »

Óvenju mikið af karfa á ferðinni

10:59 „Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“ Meira »

Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

10:52 Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka. Meira »

Ekið á ferðamann í Borgarnesi

10:50 Ekið var á konu í Borgarnesi um fjögurleytið í gær. Atburðurinn átti sér stað á Borgarbrautinni og var konan, sem var erlendur ferðamaður, talsvert mikið slösuð á fæti eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Vesturlandi. Meira »

Snýr ekki aftur til starfa

10:19 Stuðningsfulltrúi Barnaskóla Hjallastefnunnar, sem grunaður var um að hafa beitt börn ofbeldi, mun ekki snúa aftur til starfa hjá skólanum í haust. Málinu telst nú lokið af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Meira »

Ólíklegt að maðurinn sé erlendur ferðamaður

08:40 Ólíklegt er að maðurinn sem féll í Gullfoss í gær sé erlendur ferðamaður, samkvæmt vísbendingum sem lögregla er að skoða. Þetta staðfest­ir Sveinn Kristján Rún­ars­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Meira »

Bíður við næsthættulegasta fjall heims

08:00 John Snorri Sigurjónsson bíður enn átekta í grunnbúðum við fjallið K2. Hann hyggst reyna að klífa fjallið hættulega fyrstur Íslendinga. Talið er að aðeins um 240 manns hafi toppað K2 og 29% þeirra sem reyna láta lífið. Meira »

Árleg Skötumessa í Garði

07:37 Skötumessa var haldin í Gerðaskóla í Garði í gærkvöldi. Þetta var í ellefta sinn sem veislan er haldin, en allur aðgangseyrir auk styrkja frá fyrirtækjum, alls á fjórðu milljón króna, rennur til styrktar góðum málefnum á Suðurnesjum og víðar. Meira »

Raddmenningu Íslendinga er áfátt

08:18 „Setji maður fána út í strekkingsvind í lengri tíma, þá trosnar hann og slitnar með tímanum. Það sama gerist ef maður þenur röddina í langan tíma, þá slitna raddböndin. Meira »

Eldar íslenskan mat fyrir landsliðið

07:57 „Ég er hérna í Hollandi til þess að reyna að brjóta upp hversdagsleikann fyrir stelpurnar,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem kom til móts við liðið eftir Frakkaleikinn í fyrradag og mun dvelja með liðinu fram að leiknum gegn Sviss. Meira »

Léttskýjað og 20 stig norðaustanlands

07:30 Hlýjast verður á Norðausturlandi í dag og verður hiti á bilinu 15-25 stig. Skýjað verður með köflum víða um land og úrkomulítið, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu, þar sem virðist stefna í sumarlegt veður næstu daga. Meira »
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
HANDRIÐ, SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...