Hótar refsiaðgerðum

Margar tilraunir hafa verið gerðar til að leysa hnútinn í …
Margar tilraunir hafa verið gerðar til að leysa hnútinn í makríldeilunni. Hér er fundað í Reykjavík. mbl.is/Golli

„Þetta er óheppilegt skref af hálfu Mariu Damanaki og hefur slæm áhrif á samningaferlið,“ sagði Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Tilefnið voru ummæli sjávarútvegsstjóra ESB að Íslendingar og Færeyingar hafi frest út vikuna til að ná samkomulagi í makríldeilunni. Annars muni ESB semja beint við Norðmenn. Þá muni ESB beita Færeyjar og Ísland refsiaðgerðum náist samningar ekki. Damanaki lýsti þessu yfir í samtali við þýska tímaritið Der Spiegel, en úrslitatilraun er nú gerð í Bergen til að ná samkomulagi í deilunni.

Vestergaard segir ESB ekki geta beitt Færeyjar frekari refsiaðgerðum umfram núverandi refsiaðgerðir vegna síldveiða Færeyinga. Slitni upp úr viðræðum muni Færeyingar gefa út einhliða makrílkvóta.

Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands í deilunni, sagði engin tíðindi af fundinum í Bergen. Hann myndi að svo stöddu ekki tjá sig um ummælin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert