„Tekur þessu sem árás á fjölskylduna“

„Ef þetta mál hefði verið unnið af meiri fagmennsku og ekki með þessum hroka sem maður varð fyrir, þá hefði þetta hugsanlega ekki haft svona mikil áhrif á okkur, en maður tekur þessu sem árás á fjölskylduna og því tekur maður aldrei létt.“

Þetta segir meðal annars í bréfi sem Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hafnarnes VER hf., hefur sent til þingmanna, sjávarútvegsráðherra, ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem og fiskistofustjóra þar sem hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð Fiskistofu vegna rannsóknar á fyrirtækinu sem tók rúm þrjú ár en reyndist síðan tilhæfulaus. Ólafur bendir á að rannsóknin hafi ekki aðeins valdið fyrirtækinu skaða heldur einnig aðstandendum þess hugarangri en um fjölskyldufyrirtæki er að ræða.

„Starfsmenn Fiskistofu hætta þegar klukkan slær fimm og pæla ekkert í þessu þegar þau eru búin í vinnunni, en þetta mál var með okkur í fjölskyldunni yfir matarborðinu, þegar maður lagðist til hvílu og þegar maður spjallaði við aðra sem voru nákomnir okkur. Þeir starfsmenn sem starfa í eftirlitsiðnaði verða að hafa það í huga að þegar þeir koma fram með fullyrðingar þá hafa þær áhrif.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert