Atvinnuleysi lögfræðinga vart mælanlegt

Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík Sigurður Bogi Sævarsson

Atvinnuleysi meðal útskrifaðra laganema frá HR er lítið og varla merkjanlegt fyrr en hjá þeim sem útskrifuðust árið 2012.

Lagadeild Háskólans í Reykjavík lét gera símakönnun í lok árs 2013 á atvinnustöðu útskrifaðra lögfræðinga sem lokið hafa fullnaðarprófi í lögfræði eftir fimm ára nám.

Hringt var í alla nemendur sem hafa útskrifast úr meistaranámi lagadeildar HR frá, fyrstu útskrift árið 2007 til ársins 2013.

Í úrtakinu voru 369 lögfræðingar en alls svöruðu 193 og er því svarhlutfall 52%. Hópurinn var spurður 10 spurninga en m.a. var spurt um stöðu á vinnumarkaði, atvinnugrein og starfsheiti, hvort viðkomandi hefði aflað sér málflutningsréttinda, hvort laganámið hefði nýst þeim og hvort þeir teldu launakjör sín góð eða slæm.

83% þeirra nemenda sem útskrifuðust í fyrsta árgangi hafa aflað sér málflutningsréttinda og einn hefur aflað sér réttinda til að starfa sem hæstaréttarlögmaður.

Nær allir vinna við lögfræðistörf. Fleiri konur svara könnuninni og er það í samræmi við kynjahlutfall nemenda í lögfræði. Útskrifaðir nemendur frá HR starfa á flestum sviðum lögfræði. Flestir  starfa hjá lögfræðiskrifstofum, annaðhvort sem lögmenn eða fulltrúar, hjá opinberri stjórnsýslu 34% og hjá fjármálafyrirtækjum starfa 17%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert