Framsókn vinnur mann í Fjarðabyggð

Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. mbl.is/Golli

Framsóknarflokkurinn vinnur mann af Sjálfstæðisflokknum í sveitarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Flokkarnir tveir eru nú í samstarfi í níu manna bæjarstjórn. Meirihlutinn heldur velli.

Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 31,2% fylgi og þrjá bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur sama fylgis og fengi einnig þrjá fulltrúa í stað fjögurra sem hann hefur nú, að því er fram kemur í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Fjarðalistinn, sem nú skipar minnihluta bæjarstjórnarinnar, tapar einum af þremur bæjarfulltrúum sínum. Fylgi listans er 23,7%. Björt framtíð fengi einn mann kjörinn. Flokkurinn nýtur fylgis 9,7% kjósenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert