Þarmainnihald í hvalbjórnum

Hvalbjórinn hefur vakið nokkra athygli, hér á landi og erlendis.
Hvalbjórinn hefur vakið nokkra athygli, hér á landi og erlendis.

Nú þegar hvalbjór brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið í sölu í tæpa vikur hafa rúmlega 2.000 lítrar selst í verslunum ÁTVR. Þorrinn hófst síðastliðinn föstudag og hafa eflaust margir drukkið bjórinn með þorramatnum sem nú er víða á boðstólunum.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ákvað þann 13. janúar síðastliðinn að banna framleiðslu bjórsins þar sem framleiðsla á hvalmjöli sem notað er í bjórinn uppfyllir ekki skilyrði matvælalaga. Síðastliðinn föstudag heimilaði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra, sölu og dreifingu bjórsins.

En af hverju hefur hvalmjölið valdið svo miklum usla?

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er hvalmjölið meðal annars búið til úr innyflum, þörmum og þarmainnihaldi hvalsins. Allt er þetta soðið saman og þurrkað. Úr verður hvalmjölið sem deilt er um.

Hvalur hf. hefur leitað eftir framleiðsluleyfi til fóðurgerðar en ekki sótt um það formlega, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Fyrr í vikunni lagði Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, fram fyrirspurn á Alþingi um hvalmjöl. Kom hún til vegna ákvörðunar Sigurðar Inga. Mörður vildi meðal annars vita hvort starfsleyfi Hvals hf. nái til framleiðslu hvalmjöls til nota í matvæli og til framleiðslu kryddvöru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert