Björgunarsveitir kallaðar út

Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í óveðrinu.
Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í óveðrinu. mbl.is

Bílar sitja fastir á Oddsskarði, Eskifjarðarmegin, og hefur björgunarsveitin Brimrún nú þegar losað eina rútu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er hún á leiðinni að tveimur bílum sem þarf að koma af veginum svo mögulegt sé að ryðja hann. 

Þá bíður sjúkrabíll á leið til Norðfjarðar þess að komast í skarðið. Samkvæmt lýsingum björgunarsveitarmanna er kolvitlaust veður á staðnum.

Björgunarfélag Árborgar er einnig í útkalli en í dag barst tilkynning um að þak væri að losna af húsi. Fyrr í dag fór svo Flugbjörgunarsveitin á Hellu og festi þakplötur á útihúsi við bæ í sveitinni.

Frétt mbl.is: Áfram hvasst í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert