Þrjú verkefni keppa um Eyrarrósina

Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin að vanda.
Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin að vanda. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Eyrarrósarlistinn var birtur í upphafi árs en á honum voru tíu menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunnar. Þrjú verkefni hafa nú verkið valin af þessum lista og hljóta þau viðurkenningar Eyrarrósarinnar í ár.

Þau verkefni sem hljóta viðurkenningar að þessu sinni eru:Áhöfnin á Húna, Skrímslasetrið á Bíldudal og Verksmiðjan á Hjalteyri

Eitt þessara verkefna hlýtur Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en tvö verkefni hljóta 300.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands segir í fréttatilkynningu en verðlaunin verða afhent þann 15. febrúar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert