Mega ekki gefa tannbursta í skólum

Samkvæmt Grunnskólaskrifstofu Reykjavíkur er bannað að dreifa tannverndarvörum í skólum ...
Samkvæmt Grunnskólaskrifstofu Reykjavíkur er bannað að dreifa tannverndarvörum í skólum borgarinnar. mbl.is/AFP

Ekki má gefa nemendum í 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur tannbursta, tannþráð eða aðrar tannverndarvörur á árlegri tannverndarviku sem nú stendur yfir. Grunnskólaskrifstofa borgarinnar leggur bann við því og segir slíkar gjafir brjóta gegn barnalögum. Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að um samfélagslegt verkefni sé að ræða.

Tannlæknar og tannlæknanemar hyggjast sækja elstu nemendur grunnskóla landsins heim í þessari viku í tilefni tannverndarvikunnar. Tannlæknafélag Íslands hafði samband við alla innflytjendur og framleiðendur tannlæknavara og bað um tannverndarvörur eins og tannbursta, tannþráð, tannkrem og flúortyggjó til að afhenda nemendunum í fræðslu- og forvarnaskyni. 

Fyrirtækin brugðust vel við og tannlæknanemar útbjuggu 3.500 gjafapoka fyrir 10. bekkingana sem innihalda ýmsan tannverndarvarning. Í morgun var haft samband við Tannlæknafélagið á vegum grunnskólaskrifstofu borgarinnar þar sem gerð var grein fyrir því að samkvæmt barnalögum væri bannað að beina auglýsingum beint að börnum. Reykjavíkurborg hefði lagt á það áherslu við skóla að slíkt væri ekki gert í formi gjafa eða annarrar aðkomu fyrirtækja að skólum.

Sum börn eiga ekki tannbursta

„Hvar á að draga mörkin?“ spyr Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. „Tannverndarvikan er samfélagslegt verkefni og við megum ekki gleyma því að það eru til börn sem eiga ekki tannbursta. Við erum að tala um eitthvað sem er klárlega gott fyrir börnin. Þetta bann er tekið allt of langt, það er eins og fólk sé hætt að hugsa rökrétt. Hvar er skynsemin?“

Að sögn Kristínar var öllum fyrirtækjum á þessu sviði boðin þátttaka. Öllum hafi verið gerð grein fyrir því að það yrði engu einu fyrirtæki hyglað umfram annað og hún segir að um sé að ræða vörur sem tannlæknar mæli virkilega með. 

Erum ekki að gera þetta fyrir okkur

„Við göngum auðvitað ekki gegn lögum og reglum eða boðum og bönnum,“ segir Kristín spurð um hvort Tannlæknafélagið hyggist láta á það reyna að afhenda börnunum vörurnar.  „En við förum hugsanlega með þetta í heimsóknina og svo er það undir hverjum og einum skólastjóra komið hvort þetta hefur verið afhent.

Við erum ekki að gera þetta fyrir okkur. Auðvitað væri langeinfaldast fyrir okkur að vera með fræðsluna og fara; með þessu erum við að gera okkar verkefni flóknari. En okkur langaði virkilega til að gera þetta vel.“

Frétt mbl.is: Borgin leyfir tannburstagjafir

Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands.
Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofninn líklega í gang upp úr helgi

14:20 „Við vonum að við getum fari í gang upp úr helginni,“ segir yf­ir­maður ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon, spurður hvenær starf­semi geti hafist að nýju. Ofninn hefur ekki verið ræstur aft­ur eft­ir að 1.600 gráðu heit­ur kís­il­málm­ur lak niður á gólf 17. júlí sl. Meira »

Opnað fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri

13:44 Opnað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri milli Hólaskjóls og Landmannalauga en henni var lokað vegna mikilla vatnavaxta á svæðinu. Fólk er hvatt til þess að keyra ekki enn um veginn á minni bílum. Meira »

Tók mikið á alla hlutaðeigandi

13:40 Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar er þakklátt því að málinu, þar sem tveir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar voru grunaðir um að hafa beitt börn ofbeldi, sé lokið. Margrét Pála segir málið hafa tekið mikið á alla hlutaðeigandi. Meira »

Segja ána erfiða viðureignar

13:17 Um 60 björgunarsveitarmenn taka þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss í gær. Búið er að koma fyrir neti við Bræðratungubrú og er notast við dróna, kajakbáta og svifnökkva við leitina. Meira »

Safna fyrir fjölskyldu Bjarka

12:52 Hafin er söfnun handa fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar sem lenti í alvarlegu slysi á Selfossi 11. júlí og lést á Landspítalanum þremur dögum síðar. Aðstandendur fjölskyldu Bjarka standa að baki söfnuninni. Meira »

Árekstur á Miklubraut

12:51 Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl vegna minni háttar meiðsla eftir áreksturinn samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Lugu til um pakkasendingu

12:30 Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu. Meira »

7 vikna í einangrun með kíghósta

12:39 7 vikna gamalt barn er nú í einangrun á Barnaspítala Hringsins vegna kíghósta. Móðir stúlkunnar, Helena Dröfn Stefánsdóttir, greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta er sjúkdómur sem getur verið lífshættulegur fyrir svona ungt barn og á helst ekki að vera til á landi eins og okkar,“ segir hún Meira »

Maðurinn sem lést í vinnuslysi

12:12 Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Hann var 56 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira »

„Við viljum trúa á það að réttlætið sigri“

12:00 Búið er að áfrýja máli Áslaug­ar Ýrar Hjart­ar­dóttur, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því að fá end­ur­gjalds­lausa túlkaþjón­ustu sem hún þarf á að halda, til Hæstaréttar. Móðir Áslaugar segir Áslaugu hugsa málið í stærra samhengi en svo að það snúist um hana eingöngu. Meira »

Virði reglur um hvíldartíma

11:38 Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. Meira »

„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

11:37 „Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki. Meira »

Lögreglan kölluð út vegna deilna

11:23 Laust fyrir kl. 6 í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð vegna deilna milli sambúðarfólks í Hafnarfirði. Meira »

Vinnuslys í Mosfellsbæ

11:18 Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um vinnuslys við fyrirtæki í Mosfellsbæ.  Meira »

Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

10:52 Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka. Meira »

Maðurinn erlendur hælisleitandi

11:21 Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti. Meira »

Óvenju mikið af karfa á ferðinni

10:59 „Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“ Meira »

Ekið á ferðamann í Borgarnesi

10:50 Ekið var á konu í Borgarnesi um fjögurleytið í gær. Atburðurinn átti sér stað á Borgarbrautinni og var konan, sem var erlendur ferðamaður, talsvert mikið slösuð á fæti eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Vesturlandi. Meira »
Ukulele
...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...